Lok leigutíma
Sölurými þarf að tæma ekki seinna en klst fyrir lokun síðasta dags leigutímabils. Það er klukkan 17:00 á virkum dögum og 16:00 á laugardögum. Leigjandi er sjálfur ábyrgur fyrir því að tæma sölurými við lok leigutímabils, nema um annað hafi verið samið fyrirfram.
Mikilvægt er að allir sem koma að tæma sölurými gefi sig fram við starfsmann í afgreiðslu áður en farið er inn að tæma rýmið, sem og áður en yfirgefið er verslun með vörur.
Allir leigjendur þurfa að taka merkimiða af hverri flík þar sem að Lottan endurnýtir miðana og einnig þarf að fjarlægja allar þjófavarnir úr fatnaði. Hægt er að fá skæri í afgreiðslu.
Kostnaður við þjónustu að starfsfólk tæmi sölurými fyrir leigjanda er 3000kr. Starfsfólk hefur rétt á að ganga úr skugga um að allar vörur sem eru teknar niður séu réttar og í eigu leigutaka, starfsfólk getur óskað eftir að leigutaki síni skilríki.
Ef vörur eru ekki fjarlægðar fyrir lok dags á síðasta degi leigutímabils, er rukkað þjónustugjald 5000 krónur fyrir það að taka niður vörur og pakka þeim. Rukkað er 1000kr á hvern dag fyrir geymslu á vörum í Lottunni, vörur sem ekki eru sóttar innan viku verða eign Lottunnar.
Söluhagnaður er ekki greiddur út fyrr en vörur hafa verið sóttar.
Við minnum alla á setja inn bankaupplýsingar á sínu svæði áður en rými er tæmt svo að hægt sé að greiða út söluhagnað.