Uppsetning

Leigutakar setja upp sölurými við upphaf leigutímabils. Verslunin er opin leigjendum hálftíma fyrir lokun deginum áður en leigutímabil hefst og eða klukkutíma fyrir opnun á upphafsdegi leigutímabils, klukkan 11:00 eða 17:30 á virkum dögum. Við bjóðum ekki upp á uppsetningu á sölurými á laugardögum, ef leigutímabilið þitt hefst á laugardegi kemur þú til okkar á föstudegi, daginn áður milli 17:30 og 18:00.
Ef þessar tímasetningar henta ekki vinsamlegast sendið póst á lottan@lottan.is og við finnum tíma sem hentar. 

Mikilvægt er að leigjendur séu búnir að skrá þann fatnað, fylgihluti og vörur sem hann ætlar að setja upp í verslun með góðri lýsingu og verði inni á "Lottan mín" á lottan.is áður en þeir koma að setja upp sölurými. Það er alltaf hægt að bæta við vörum á leigutímabili og fá miða prentaða. 

Auðveldast og fljótlegast er að skrá vörur á þínu svæði í gegnum síma, undir "vörur" og "bæta við vöru" setja þar inn allar upplýsingar og taka mynd í forritinu, það hefur reynst vel.

Passa þarf að hafa vörur ekki birtar fyrr en leigutímabil hefst og vara er komin í verslun, það stendur "óbirt" í brúnum kassa við vöruna þegar vara er ekki birt. Þegar komið er með vöru í verslun er svo ýtt á "birta", þá verður merkið grænt og stendur "birt". Til að birta vöru eða afbirta vöru er ýtt á birta eða setja í geymslu.

Það er því hægt að setja nýjar vörur inn á þitt svæði og birta þær svo þegar komið er og fyllt á sölurými hvenær sem er á leigutímabili. Leigjendur fylla á rými á hefðbundnum opnunartíma, hvenær sem er yfir daginn það er ekki háð tíma til uppsetningar eins og þegar leiga hefst. 

Lottan útvegar leigutaka herðatré, merkibyssu og miða fyrir strikamerki við komu í verslun. Auk þessa fá viðskiptavinir þjófavarnir til afnota á meðan á leigutímabili stendur ef óskað er eftir því, leigutaki ber ábyrgð á ísetningu þjófavarnar í fatnað, á fylgithluti og vörur.

Ef engar vörur eru komnar í sölurými fyrir lok fyrsta dags leigutímabils og ekkert skriflegt samkomulag hefur verið gert um uppsetningu á öðrum tíma er Lottunni heimilt að leigja út sölurýmið.