Verðskrá

Leiga á sölurými

7 dagar - 6.990kr

14 dagar - 12.990kr

21 dagur - 18.990kr

28 dagar - 23.990kr 

Söluþóknun Lottunnar er 18% og er sjálfkrafa dregin af heildarsölu að loknu leigutímabili. Þú getur fylgst með sölunni á "Lottan mín" hér á síðunni.

Innifalið í verði eru herðatré (barna, fullorðins og buxnaherðatré eru til staðar), miðar til að merkja stærðir (heftibyssa til að festa merkimiða er á staðnum), þjófavarnir (fyrir vörur yfir 1500kr) og útprentuð verð/strikamerki. 

Allir leigjendur sölurýmis hafa aðgang að fataslá, hillu fyrir ofan slá og neðan við slá.

Í Lottunni eru til staðar glerskápar þar sem leigjendur geta fengið að setja t.d. skartgripi eða aðra smáhluti sem henta ekki til útstillinga í hefðbundnu sölurými eða sem erfitt er að setja þjófavörn á. Glerskápar eru læstir og starfsmaður opnar að ósk viðskiptavinar.

Ef leigjendur eru með stórar vörur sem ekki passa í hefðbundið sölurými sem þeir vilja selja svo sem skíði, barnavagna, barnastóla eða hjól, þarf að hafa samband við verslun hverju sinni í gegnum tölvupóst lottan@lottan.is áður en leigutímabil hefst og sjá hvort að pláss sé í verslun fyrir vöruna. Ef þið eruð óviss, ekki hika við að senda okkur póst eða skilaboða á samfélagsmiðlum og spyrjast fyrir hvort hægt sé að selja slíkt í verslun Lottunnar.

Í Lottunni er til staðar slá fyrir t.d. yfirhafnir eða ákveðnar vörur sem henta á tilteknu tímabili, þá geta leigjendur fengið að setja 1-2 vörur á slánna ef þeir eru með vörur sem passa við innihald sláarinnar hverju sinni.

Auka þjónusta

Við tökum til í sölurými reglulega yfir daginn og í lok hvers dags þér að kostnaðarlausu, minnum samt á að sölurými er á ábyrgð leigjanda hverju sinni og því hvetjum við fólk til að koma og fylla á vörur og fylgjast með sölurými á leigutímabili.

Við tæmum sölurýmið fyrir þig í lok leigutíma, 3.000 kr. (fyrirfram ákveðið)

Við tæmum sölurýmið fyrir þig í lok leigutíma, 5.000 kr (ef ekkert samkomulag hefur verið gert)

Önnur þjónusta við íbúa utan Akureyri og nágrennis

Á einungis við leigu á sölurými í 21 dag eða lengur og hámarks fjöldi vara eru 70. Þessi þjónusta er eingöngu í boði fyrir íbúa ekki búsett á Akureyri eða í nágrenni Akureyrar. Starfsmenn geta þá ð um að hengja upp, verð- og þjófamerkja.

Nauðsynlegt er að virkja tilboð með tölvupósti á lottan@lottan.is 5 virkum dögum fyrir upphaf leigu.

Vörur sem á að selja með þessari þjónustu þurfa að berast í verslun minnst tveimur virkum dögum fyrir upphaf leigutímabils, nema um annað hafi verið samið.

Mótttaka á vörum er í verslun okkar Lottan í Kaupangi, 600 Akureyri, milli 12:00-18:00 alla virka daga. Mjög mikilvægt að viðskiptavinir skrái greinagóða lýsingu á vöru til að auðvelda uppsetningu á sölurými fyrir starfsmenn, ef ekki eru augljós tengsl milli lýsingar og vöru fer vara ekki í sölu.

 

Hér fyrir neðan finnur þú skref fyrir skref leiðbeiningar um hvernig þú bókar sölurými og skráir söluvörur svo við í Lottunni getum selt þær til nýrra eigenda.
Við viljum að upplifun þín af ferlinu sé eins góð og mögulegt er. Ef þú hefur spurningar eða eitthvað er óskýrt skaltu ekki hika við að hafa samband, þú getur sent póst á lottan@lottan.is eða sent okkur skilaboð á Facebook eða Instagram @lottanakureyri

Þú bókar sölurými

Þú bókar sölurými í 7, 14, 21 eða 28 daga með því að smella hér. Eftir bókun færð þú sendan tölvupóst með upplýsingum um það hvernig þú skráir þig inn á “Lottan mín”, þar sem þú getur skráð vörur inn í sölukerfið.

Skráning á söluvörum

Þegar þú hefur skráð þig inn á “Lottan mín” skráir þú þær vörur sem þú vilt selja og verðleggur þær. 

Þú gerir það með því að fara í “vörur” og ýta á “bæta við vöru”

Þar skráir þú inn greinagóða lýsingu á vörunni eins og “Hvít Farmers Market Peysa” eða “Svartir Salomon utanvegahlaupaskór”, stærð, sölurýmisnúmer og verðleggur vöruna.

Mikilvægt að setja inn mynd af vöru til að hún birtist á vefnum okkar "Vörur í Lottunni".

Upphaf leigutímabils

Þú mætir í verslun okkar, Lottuna í Kaupangi, Akureyri til að setja upp sölurýmið þitt. Það er í boði að mæta virka daga frá 17:30 -18:00 daginn áður en leigutímabil hefst, eða frá 11:00 - 12:00 á upphafsdegi leigutímabils.

Við bjóðum ekki upp á uppsetningu á sölurými á laugardögum, ef leigutímabilið þitt hefst á laugardegi kemur þú til okkar á föstudegi, daginn áður milli 17:30 og 18:00.

Ef þessar tímasetningar henta ekki hafðu samband á lottan@lottan.is eða á samfélagsmiðlum @lottanakureyri og við finnum lausn saman.

Þegar þú mætir til okkar afhendum við þér herðatré, merkibyssu, merkispjöld, strikamerki og þjófavarnir. Þú merkir svo söluvörurnar þínar og setur þær fallega upp í þínu sölurými, starfsmaður er á staðnum til að aðstoða og leiðbeina við uppsetningu.

Vörur á vefnum

Til að auka líkur á sölu er gott að taka fallegar myndir af því sem þú ert með til sölu. Það eykur líkur á að einstaklingar búsettir fjarri verslun geti verslað t.d. í gegnum símgreiðslu. Við hvetjum ykkur einnig til að vera dugleg að deila ykkar söluvörum á "Facebook hóp Lottunnar"

Þið finnið okkur líka á "Instagram" og hvetjum við ykkur til að deila myndum af ykkar sölurými og vörum, tagga okkur @lottanakureyri, það eykur líkur á sölu til muna.

Fylgjast með sölunni

Á meðan sölutímabilinu stendur fylgist þú með gangi sölunnar undir “sala” á “Lottan mín” svæðinu þínu. Þar uppfærast nýjustu sölutölur úr þínu sölurými.

Breytingar á verði eða afsláttur

Hægt er að gera verðbreytingar á vörum í sölurými meðan á leigutímabili stendur. Það er gert inn á “Lottan mín” undir “vörur”, þar veluru vöruna og breytir verði. Ef þú breytir verði á vöru þarf að koma hið fyrsta í verslun og fá nýjan merkimiða til að setja á vöruna. Verð vöru uppfærist strax í sölukerfinu og því selst varan selst samkvæmt því.

Ef þú vilt gefa afslátt á vörum í sölurými meðan á leigutímabilinu er þarf að hafa samband við verslun, best að hafa samband við okkur í gegnum gegnum facebooksíðu okkar eða á netfangið lottan@lottan.is og við munum græja það fyrir þig. Vð erum með 25%, 30%, 40% og 50% afsláttarmiða til merkingar í verslun Lottunnar.

Ef þú vilt ekki setja ákveðnar vörur á afslátt getur þú fjarlægt þær úr sölu áður en þú virkjar afsláttinn.

Lok leigutímabils

Í lok leigutímabils, á síðasta söludegi, kemur þú að ganga frá sölurýminu og sækja vörur. Sé síðasti söludagur á virkum degi kemur þú klukkan 17:00 en klukkan 16:00 á laugardögum.

Mikilvægt er að allir sem koma að tæma sölurými gefi sig fram við starfsmann í afgreiðslu áður en farið er inn að tæma rýmið, sem og áður en yfirgefið er verslun með vörur. 

Hreinsa þarf merkispjöld og þjófavarnir af vörum sem og skila herðatrjám fyrir kl 18:00 á virkum dögum eða 17:00 á laugardögum.

Hægt er að fá starfsfólk Lottunnar til að tæma sölurými fyrir leigjanda gegn 3000kr gjaldi en semja þarf um slíkt fyrir fram. Starfsfólk hefur rétt á að ganga úr skugga um að allar vörur sem eru teknar niður séu réttar og í eigu leigutaka, starfsfólk getur óskað eftir að leigutaki sýni skilríki.

Ef vörur eru ekki fjarlægðar fyrir lokun verslunnar síðasta söludag leigutímabils, er rukkað 5000 kr þjónustugjald fyrir það að taka niður vörur og pakka þeim. Rukkað er 1000kr á dag í geymslugjald þegar vörur eru ekki sóttar. Vörur sem ekki eru sóttar innan viku verða eign Lottunnar.

Söluhagnaður er ekki greiddur út fyrr en vörur hafa verið sóttar.